Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 13:17 Bjarni Ben og Bára en stuðningsmenn hans eru afar ósáttir við það að hann skuli vera orðinn leiður á Kaustur-málinu. visir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir í Kryddsíldinni að hann væri orðinn hundleiður á þessu Klausturmáli. Það kom vitaskuld til tals í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á þingi og sitt sýndist hverjum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hélt sig við það að hann hafi setið fjölda slíkra funda þar sem talað væri illa um kollega í pólitíkinni og víðar. Bjarni vildi ekki sverja slíkt af sér en vísaði því á bug að allir pólitískir fundir hans væru því marki brenndir, það væri af og frá. Þessi skoðun hans, með að vera kominn með leið á Klaustur-málinu, fellur í afar grýttan jarðveg í sérstökum stuðningsmanni uppljóstrarans Báru Halldórsdóttir, en rekja má tilurð hópsins til þess að fólki ofbauð fúkyrðaflaumur sexmenninganna þingmannanna sem sátu á Klaustur bar og töluðu illa um mann og annan. Bára tók ósköpin upp og var kjörin maður ársins í kjölfarið í kosningu sem fram fór á Vísi.Freki kallinn Bjarni Sigríður Júlía Bjarnadóttir tekur málið upp í Facebook-hópnum „Takk Bára“. „Mikið finnst mér ósmekklegt hjá Bjarna Ben. í kryddsíldar þættinum að segjast vera orðin „leiður“ á Klausturmálinu,“ segir Sigríður Júlía og með fylgir tákn um að henni þyki þetta leitt. „Hvað segir þetta um manninn?“ Ljóst er að flestir meðlimir hópsins þeir sem til máls taka eru hjartanlega sammála Sigríði Júlíu og fær Bjarni það óþvegið í athugasemdum: „Ekki eins leiður og við erum á honum,“ segir einn og annar bætir við: „Bjarni setti niður við þessi ummæli. Þar gaf hann í skyn að þetta væri nú ekkert tiltökumál að tala svona. Þarna skín freki kallinn í gegn hjá vatnsgreiddum valdamanninum.“Hroki.is Því er haldið fram að Bjarni hafi aldrei verið í sambandi við raunveruleikann og að svona munnsöfnuður sé honum sennilega eðlilegur. En, helst eru þeir á því sem leggja orð í belg að Bjarni sé „hrokagikkur“ en hér eru fáein dæmi: „Hallærilegur bara. Hroki.is“ „Siðblinda, hann skilur ekki alvarleika málsins.“ „Þetta er náttúrulega bara fífl og eigin hagsmunafýr.“ „Greyið, hann verður aldrei neitt meira en Icehot1.“ „Siðblindur hrokagikkur og sjálfselskur frekjuhundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27 Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. 31. desember 2018 11:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir í Kryddsíldinni að hann væri orðinn hundleiður á þessu Klausturmáli. Það kom vitaskuld til tals í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á þingi og sitt sýndist hverjum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hélt sig við það að hann hafi setið fjölda slíkra funda þar sem talað væri illa um kollega í pólitíkinni og víðar. Bjarni vildi ekki sverja slíkt af sér en vísaði því á bug að allir pólitískir fundir hans væru því marki brenndir, það væri af og frá. Þessi skoðun hans, með að vera kominn með leið á Klaustur-málinu, fellur í afar grýttan jarðveg í sérstökum stuðningsmanni uppljóstrarans Báru Halldórsdóttir, en rekja má tilurð hópsins til þess að fólki ofbauð fúkyrðaflaumur sexmenninganna þingmannanna sem sátu á Klaustur bar og töluðu illa um mann og annan. Bára tók ósköpin upp og var kjörin maður ársins í kjölfarið í kosningu sem fram fór á Vísi.Freki kallinn Bjarni Sigríður Júlía Bjarnadóttir tekur málið upp í Facebook-hópnum „Takk Bára“. „Mikið finnst mér ósmekklegt hjá Bjarna Ben. í kryddsíldar þættinum að segjast vera orðin „leiður“ á Klausturmálinu,“ segir Sigríður Júlía og með fylgir tákn um að henni þyki þetta leitt. „Hvað segir þetta um manninn?“ Ljóst er að flestir meðlimir hópsins þeir sem til máls taka eru hjartanlega sammála Sigríði Júlíu og fær Bjarni það óþvegið í athugasemdum: „Ekki eins leiður og við erum á honum,“ segir einn og annar bætir við: „Bjarni setti niður við þessi ummæli. Þar gaf hann í skyn að þetta væri nú ekkert tiltökumál að tala svona. Þarna skín freki kallinn í gegn hjá vatnsgreiddum valdamanninum.“Hroki.is Því er haldið fram að Bjarni hafi aldrei verið í sambandi við raunveruleikann og að svona munnsöfnuður sé honum sennilega eðlilegur. En, helst eru þeir á því sem leggja orð í belg að Bjarni sé „hrokagikkur“ en hér eru fáein dæmi: „Hallærilegur bara. Hroki.is“ „Siðblinda, hann skilur ekki alvarleika málsins.“ „Þetta er náttúrulega bara fífl og eigin hagsmunafýr.“ „Greyið, hann verður aldrei neitt meira en Icehot1.“ „Siðblindur hrokagikkur og sjálfselskur frekjuhundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27 Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. 31. desember 2018 11:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27
Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. 31. desember 2018 11:30