Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 17:32 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt. Kjaramál Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira