Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:15 Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin. MeToo Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin.
MeToo Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira