Borche: Tókum þennan leik eins alvarlega og úrslitaleik á HM Gabríel Sighvatsson í Smáranum skrifar 18. janúar 2019 21:14 Borche Ilievski stýrir liði ÍR af mikilli kænsku vísir/daníel ÍR vann 68-99 stórsigur á Breiðabliki í Domino's deild karla í kvöld. Sigurinn hefði getað verið mun stærri en ÍR-ingar slökuðu á í loka fjórðungnum eftir að hafa kafkeyrt Blika í þeim þriðja. „Frammistaðan var frábær, ég var mjög ánægður. Mér fannst við klára verkefnið í 3. leikhluta, þá reyndi ég að hvíla leikmenn, við eigum bikarleik á mánudag gegn Skallagrími. Við gáfum öllum tækifæri.“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórsigurinn í kvöld. „Miðað við hvað hefur gerst undanfarið í leikjum varaði ég leikmenn mína við, þeir þurftu að halda áfram og byrja 3. leikhluta eins og staðan væri 0-0. Þeir fylgdu leiðbeiningum mínum og gáfu allt sitt í þetta. Við bjuggum okkur undir svæðisvörn alla vikuna og það var klárlega að virka.“ Borche bjóst ekki við þessum stórsigri eins og raunin varð. „Breiðablik er gott lið, við tókum þennan leik mjög alvarlega, eins og úrslitaleik á HM. Þetta var leikur sem við þurftum að vinna og ég virði hvernig leikmennirnir nálguðust leikinn og héldu áfram alveg til enda, ég hafði engar áhyggjur en í hálfleik töluðum við um úrslit gærdagsins, þar sem ég varaði leikmenn mína við og þeir svöruðu því vel.“ ÍR á leiki við Skallagrím framundan, bæði í deild og bikar. „Þetta verður erfiður leikur, ég get sagt af reynslu minni við Breiðablik, þeir spila svipaðan bolta. Við höfum lítinn tíma til að undirbúa okkur en við vitum styrkleika og veikleika þeirra. Þetta er útsláttarleikur og ég vona að við getum nýtt okkur úrslitin í kvöld og heimavöllinn gegn þeim en það er erfitt að spila gegn þeim en við reynum að koma með gott leikskipulag.“ Þrátt fyrir stutta hvíld fyrir næsta leik hjálpaði það að Borche gat leyft sér að hvíla leikmenn í lok leiks þegar sigurinn var í höfn. „Eins og ég sagði, ég hvíldi Matta því hann er ekki búinn að jafna sig 100 prósent, Hákon var ekki með og það var ákveðið vandamál fyrir mig en ég gaf Skúla mínútur í kvöld, hann var frábær varnarlega. Svo fengu ungu mennirnir Hafliði og Óli mínútur og þeir gátu gefið gömlu mönnunum góða hvíld og almennt er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum í kvöld.“ sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
ÍR vann 68-99 stórsigur á Breiðabliki í Domino's deild karla í kvöld. Sigurinn hefði getað verið mun stærri en ÍR-ingar slökuðu á í loka fjórðungnum eftir að hafa kafkeyrt Blika í þeim þriðja. „Frammistaðan var frábær, ég var mjög ánægður. Mér fannst við klára verkefnið í 3. leikhluta, þá reyndi ég að hvíla leikmenn, við eigum bikarleik á mánudag gegn Skallagrími. Við gáfum öllum tækifæri.“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórsigurinn í kvöld. „Miðað við hvað hefur gerst undanfarið í leikjum varaði ég leikmenn mína við, þeir þurftu að halda áfram og byrja 3. leikhluta eins og staðan væri 0-0. Þeir fylgdu leiðbeiningum mínum og gáfu allt sitt í þetta. Við bjuggum okkur undir svæðisvörn alla vikuna og það var klárlega að virka.“ Borche bjóst ekki við þessum stórsigri eins og raunin varð. „Breiðablik er gott lið, við tókum þennan leik mjög alvarlega, eins og úrslitaleik á HM. Þetta var leikur sem við þurftum að vinna og ég virði hvernig leikmennirnir nálguðust leikinn og héldu áfram alveg til enda, ég hafði engar áhyggjur en í hálfleik töluðum við um úrslit gærdagsins, þar sem ég varaði leikmenn mína við og þeir svöruðu því vel.“ ÍR á leiki við Skallagrím framundan, bæði í deild og bikar. „Þetta verður erfiður leikur, ég get sagt af reynslu minni við Breiðablik, þeir spila svipaðan bolta. Við höfum lítinn tíma til að undirbúa okkur en við vitum styrkleika og veikleika þeirra. Þetta er útsláttarleikur og ég vona að við getum nýtt okkur úrslitin í kvöld og heimavöllinn gegn þeim en það er erfitt að spila gegn þeim en við reynum að koma með gott leikskipulag.“ Þrátt fyrir stutta hvíld fyrir næsta leik hjálpaði það að Borche gat leyft sér að hvíla leikmenn í lok leiks þegar sigurinn var í höfn. „Eins og ég sagði, ég hvíldi Matta því hann er ekki búinn að jafna sig 100 prósent, Hákon var ekki með og það var ákveðið vandamál fyrir mig en ég gaf Skúla mínútur í kvöld, hann var frábær varnarlega. Svo fengu ungu mennirnir Hafliði og Óli mínútur og þeir gátu gefið gömlu mönnunum góða hvíld og almennt er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum í kvöld.“ sagði Borche að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00