Rósalind rektor vísað daglega á dyr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 20:00 Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands. Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands.
Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira