Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 21:50 Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. AP/David Zalubowski Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00