Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:45 Corbyn mælti fyrir vantrauststillögunni á May í dag. Vísir/EPA Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00