Framkvæmdastjóri SA segir viðræður ganga vel við félög sem ekki vísuðu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2019 13:13 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15
VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45