Framkvæmdastjóri SA segir viðræður ganga vel við félög sem ekki vísuðu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2019 13:13 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15
VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45