„Við réðum ekkert við Curry sem var stórkostlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 07:30 Stephen Curry var stórkostlegur í nótt. Hér skorar hann eina af ellefu þriggja stiga körfum sínum í leiknum. Getty/Ronald Martinez NBA-meistarar Golden State Warriors þurftu algjöran stórleik frá Stephen Curry til að vinna Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt en Houston Rockets tapaði aftur á móti í Orlando þar sem James Harden klikkaði á sextán þriggja stiga skotum í leiknum. Los Angeles Lakers tapaði síðan á heimavelli á móti Cleveland.Relive each of @StephenCurry30's 11 threes as he pours in 48 PTS to propel the @warriors on the road! #DubNationpic.twitter.com/vAD1ekLz8F — NBA (@NBA) January 14, 2019Stephen Curry setti niður ellefu þriggja stiga körfur og skoraði 48 stig þegar Golden State Warriors vann 119-114 útisigur á Dallas Mavericks. Kevin Durant skoraði 28 stig og Klay Thompson skoraði 9 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Warriors-liðið þurfti öll þessi stig frá Stephen Curry því ellefti þristurinn hans í leiknum kom liðinu í 117-114 forystu og réði í raun úrslitunum. Curry hitti úr 11 af 19 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 5 stoðsendingar.Steph Curry pours in 11 triples, 48 PTS, helping the @warriors come away victorious on the road! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fmUtHIzJpe — NBA.com/Stats (@nbastats) January 14, 2019„Við réðum ekkert við Curry sem var stórkostlegur,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks en aldrei áður hefur mótherji Dallas skorað svo marga þrista í einum leik. Steve Kerr og Curry hrósuðu Kevin Durant eftir leik fyrir að sjá til þess að Curry fékk að skjóta frekar en hann.11 3PM, 46 PTS and the lead for Steph Curry! #DubNation 117#MFFL 114 27.2 to play on NBALP (https://t.co/iPjKqpSDr5 ) pic.twitter.com/ySCHwHaGFY — NBA (@NBA) January 14, 2019Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hjá Dallas sýndi styrk sinn á móti meisturunum með því að skora 26 stig, taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Liðið lék án þeirra J.J. Barea og Dennis Smith Jr. en Harrison Barnes skoraði 22 stig.Luka Doncic has now scored 25+ PTS in 4 straight games.. the last rookie to do that was Stephen Curry in 2010 (5 games). pic.twitter.com/kcPrS4kF4v — NBA.com/Stats (@nbastats) January 14, 2019Nikola Vucevic og Aaron Gordon skoruðu báðir 22 stig þegar Orlando Magic vann 116-109 heimasigur á Houston Rockets. James Harden skilaði flottum tölum þrátt fyrir hörmulega skotnýtingu. James Harden klikkaði á 16 af 17 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en skoraði yfir þrjátíu stigin í sextánda leiknum í röð. Harden var með 38 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst en hitti aðeins úr 11 af 32 skotum sínum. 15 af 16 vítum hans rötuðu aftur á móti rétta leið..@RealTristan13 leads the @cavs to victory in LA with 15 PTS, 14 REB, 2 BLK! #BeTheFightpic.twitter.com/IGPKFeyYAn — NBA (@NBA) January 14, 2019Cleveland Cavaliers kom mjög á óvart og tókst að enda tólf leikja taphrinu sína með 101-95 útisigri á Los Angeles Lakers í Staples Center. Cedi Osman skoraði 20 stig fyrir Cleveland, Collin Sexton var með 17 stig og þeir Tristan Thompson (15 stig og 14 fráköst) og Alec Burks (17 stig og 13 fráköst) voru með flottar tvennur. Kyle Kuzma skoraði 29 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers-liðið sem lék áfram án LeBron James. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu sjö. Brandon Ingram var með 22 stig og Lonzo Ball bætti við 13 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Serge Ibaka setti niður risastóran þrist fimmtán sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto Raptors vann 140-138 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik í Washington. Raptors missti niður 23 stiga forystu í leiknum en tókst loksins að landa sigri. Kawhi Leonard var með 41 stig og 11 fráköst fyrir Toronto og Pascal Siakim bætti við 24 stigum og 19 fráköstum. Bradley Beal var með þrennu hjá Washington, skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Otto Porter skoraði 27 stig og Trevor Ariza var mjög nálægt þrennu með 23 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst.@Giannis_An34 puts up 33 PTS for the @Bucks in Atlanta! #FearTheDeerpic.twitter.com/vl5OLg7uYB — NBA (@NBA) January 13, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig í 133-114 útisigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks.Ben Simmons var með 20 stig, 22 fráköst og 9 stoðsendingar í 108-105 sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks í Madison Sqaure Garden. Joel Embiid var með 26 stig.Ben Simmons compiled 20 PTS, a career-high 22 REB, and 9 AST in today's win. Only four other players have had that many PTS/REB/AST in a regular-season game at Madison Square Garden, all Hall-of-Famers: Elgin Baylor, Bill Russell, Wilt Chamberlain, and Jerry Lucas. @EliasSportspic.twitter.com/bIdfxcIPyg — NBA.com/Stats (@nbastats) January 13, 2019Nikola Jokic goes off for a season-high 40 PTS, 10 REB, 8 AST in the @nuggets 12th consecutive victory at home! #MileHighBasketballpic.twitter.com/uKpk3KCOpo — NBA (@NBA) January 14, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 95-101 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 116-113 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 114-119 Orlando Magic - Houston Rockets 116-109 Atlanta Hawks - Milwaukee Bucks 114-133 New York Knicks - Philadelphia 76ers 105-108 Washington Wizards - Toronto Raptors 138-140 (124-124) Staðan í deildinni er svona NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors þurftu algjöran stórleik frá Stephen Curry til að vinna Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt en Houston Rockets tapaði aftur á móti í Orlando þar sem James Harden klikkaði á sextán þriggja stiga skotum í leiknum. Los Angeles Lakers tapaði síðan á heimavelli á móti Cleveland.Relive each of @StephenCurry30's 11 threes as he pours in 48 PTS to propel the @warriors on the road! #DubNationpic.twitter.com/vAD1ekLz8F — NBA (@NBA) January 14, 2019Stephen Curry setti niður ellefu þriggja stiga körfur og skoraði 48 stig þegar Golden State Warriors vann 119-114 útisigur á Dallas Mavericks. Kevin Durant skoraði 28 stig og Klay Thompson skoraði 9 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Warriors-liðið þurfti öll þessi stig frá Stephen Curry því ellefti þristurinn hans í leiknum kom liðinu í 117-114 forystu og réði í raun úrslitunum. Curry hitti úr 11 af 19 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 5 stoðsendingar.Steph Curry pours in 11 triples, 48 PTS, helping the @warriors come away victorious on the road! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fmUtHIzJpe — NBA.com/Stats (@nbastats) January 14, 2019„Við réðum ekkert við Curry sem var stórkostlegur,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks en aldrei áður hefur mótherji Dallas skorað svo marga þrista í einum leik. Steve Kerr og Curry hrósuðu Kevin Durant eftir leik fyrir að sjá til þess að Curry fékk að skjóta frekar en hann.11 3PM, 46 PTS and the lead for Steph Curry! #DubNation 117#MFFL 114 27.2 to play on NBALP (https://t.co/iPjKqpSDr5 ) pic.twitter.com/ySCHwHaGFY — NBA (@NBA) January 14, 2019Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hjá Dallas sýndi styrk sinn á móti meisturunum með því að skora 26 stig, taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Liðið lék án þeirra J.J. Barea og Dennis Smith Jr. en Harrison Barnes skoraði 22 stig.Luka Doncic has now scored 25+ PTS in 4 straight games.. the last rookie to do that was Stephen Curry in 2010 (5 games). pic.twitter.com/kcPrS4kF4v — NBA.com/Stats (@nbastats) January 14, 2019Nikola Vucevic og Aaron Gordon skoruðu báðir 22 stig þegar Orlando Magic vann 116-109 heimasigur á Houston Rockets. James Harden skilaði flottum tölum þrátt fyrir hörmulega skotnýtingu. James Harden klikkaði á 16 af 17 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en skoraði yfir þrjátíu stigin í sextánda leiknum í röð. Harden var með 38 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst en hitti aðeins úr 11 af 32 skotum sínum. 15 af 16 vítum hans rötuðu aftur á móti rétta leið..@RealTristan13 leads the @cavs to victory in LA with 15 PTS, 14 REB, 2 BLK! #BeTheFightpic.twitter.com/IGPKFeyYAn — NBA (@NBA) January 14, 2019Cleveland Cavaliers kom mjög á óvart og tókst að enda tólf leikja taphrinu sína með 101-95 útisigri á Los Angeles Lakers í Staples Center. Cedi Osman skoraði 20 stig fyrir Cleveland, Collin Sexton var með 17 stig og þeir Tristan Thompson (15 stig og 14 fráköst) og Alec Burks (17 stig og 13 fráköst) voru með flottar tvennur. Kyle Kuzma skoraði 29 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers-liðið sem lék áfram án LeBron James. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu sjö. Brandon Ingram var með 22 stig og Lonzo Ball bætti við 13 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Serge Ibaka setti niður risastóran þrist fimmtán sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto Raptors vann 140-138 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik í Washington. Raptors missti niður 23 stiga forystu í leiknum en tókst loksins að landa sigri. Kawhi Leonard var með 41 stig og 11 fráköst fyrir Toronto og Pascal Siakim bætti við 24 stigum og 19 fráköstum. Bradley Beal var með þrennu hjá Washington, skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Otto Porter skoraði 27 stig og Trevor Ariza var mjög nálægt þrennu með 23 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst.@Giannis_An34 puts up 33 PTS for the @Bucks in Atlanta! #FearTheDeerpic.twitter.com/vl5OLg7uYB — NBA (@NBA) January 13, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig í 133-114 útisigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks.Ben Simmons var með 20 stig, 22 fráköst og 9 stoðsendingar í 108-105 sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks í Madison Sqaure Garden. Joel Embiid var með 26 stig.Ben Simmons compiled 20 PTS, a career-high 22 REB, and 9 AST in today's win. Only four other players have had that many PTS/REB/AST in a regular-season game at Madison Square Garden, all Hall-of-Famers: Elgin Baylor, Bill Russell, Wilt Chamberlain, and Jerry Lucas. @EliasSportspic.twitter.com/bIdfxcIPyg — NBA.com/Stats (@nbastats) January 13, 2019Nikola Jokic goes off for a season-high 40 PTS, 10 REB, 8 AST in the @nuggets 12th consecutive victory at home! #MileHighBasketballpic.twitter.com/uKpk3KCOpo — NBA (@NBA) January 14, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 95-101 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 116-113 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 114-119 Orlando Magic - Houston Rockets 116-109 Atlanta Hawks - Milwaukee Bucks 114-133 New York Knicks - Philadelphia 76ers 105-108 Washington Wizards - Toronto Raptors 138-140 (124-124) Staðan í deildinni er svona
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Sjá meira