Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:31 Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. Fréttablaðið/anton brink Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30