Handtekinn í Bólivíu eftir nær fjörutíu ár á flótta Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:15 Cesare Battisti. EPA/FERNANDO BIZERRA JR. Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin. Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin.
Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira