Nóbelsverðlaunahafi gagnrýndur í annað sinn fyrir ummæli um gáfur svartra Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 16:03 Watson segist útskúfaður frá fræðasamfélaginu vegna ummæla hans. EPA/Jose Mendez Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick. Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick.
Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira