McVay stýrði Rams til sigurs í leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 14 ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 10:00 Leikmenn Rams fagna í nótt vísir/getty Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019 NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019
NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30