Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 11:29 Mennirnir þrír sem lögregla vill ná tali af. Mynd/Samsett Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11