Flugfólk á að vera töff Þórlindur Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fyrir löngu var atriði í áramótaskaupi sem mér er enn minnistætt. Þetta var á þeim tíma þegar áramótaskaupið var almennt álitið vera vel við hæfi allra aldurshópa. Meira að segja börn og ungir sjálfstæðismenn gátu horft án þess að foreldrar barnanna, og börn ungu sjálfstæðismannanna, þyrftu rjóð af blygðunarsemi að reyna að útskýra atriðin eða halda fyrir augu og eyru þeirra viðkvæmustu. Atriðið var tekið upp á Reykjavíkurflugvelli þar sem ólseigur og töffaralegur flugmaður leiðbeindi óhörðnuðum og fremur klaufalegum nemanda. Lexían fólst í því að setja upp sólgleraugu með snaggaralegri hreyfingu, stinga leðurskjalatösku undir höndina, halla sér afslappað en ákveðið að borðinu í sjoppunni og panta tyggjópakka. Ungi flugmaðurinn átti í mesta basli með verkefnið. Sólgleraugun tolldu illa á nefinu, taskan rann niður meðfram síðunni þegar hann reyndi að klemma hana upp að líkamanum og svo stóð tyggjópöntunin í honum. Hann fór á taugum. Atriðið var auðvitað á kostnað staðalmyndarinnar um flugmanninn, sem finnur mikið til sín í búningnum, vekur aðdáun og lotningu þar sem hann stormar í gegnum flugstöðvarbygginguna og ávarpar svo með óskiljanlegum en jafnframt einkennilega traustvekjandi talsmáta farþega sem treysta honum fyrir lífi og limum. Svo sest flugstjórinn í sætið sitt og gerir að jafnaði ekki meira þann daginn fyrr en hann pantar drykk á hótelbarnum. Atriðið er mér hugleikið af því það kann að virðast frekar yfirborðsleg og fjarstæðukennd hugmynd að sjálfsörugg framganga sé mikilvægur hluti af formlegri starfsþjálfun flugmanns. Samt hlýtur það eiginlega að vera. Flugmenn og flugkonur þurfa nefnilega í fúlustu alvöru að vera töff. Þeir sem stjórna 100 tonna flugvélum verða að líta út fyrir að fara ekki á taugum ef eitthvað bjátar á.Fyrirmyndarflugstjóri Fyrir nokkrum mánuðum var ég á heimleið frá Kaupmannahöfn þegar tilkynnt var að eitthvað hefði komið upp og ferðin var felld niður. Flugfélagið þurfti að bíða þar til öll flug dagsins kláruðust og senda nýja vél til Kastrup. Fyrirsjáanleg töf var hálfur sólarhringur. Í kringum þessa óheppilegu uppákomu upplifði ég nokkuð sem ég man ekki áður eftir. Þegar í ljós hafði komið að verulega löng töf yrði á fluginu mætti flugstjóri vélarinnar sjálfur að inngönguhliðinu, öll áhöfnin stillti sér upp fyrir aftan hans eins og fjólublár her—og hann ávarpaði alla farþegana. Flugstjórinn fór af auðmýkt en öryggi yfir stöðuna, lýsti einlægum vonbrigðum með óþægindin, lofaði að allt yrði gert sem hægt væri til að koma til móts við farþegana og sagði jafnframt að ekkert annað kæmi til greina því öryggi farþega yrði ekki stefnt í hættu. Ræða flugstjórans var eins og atriði úr bíómynd. Vonsviknir ferðalangar hlýddu andaktugir á boðskapinn, fyrst súrir á svip en kinkuðu svo kolli uppfullir af skilningi og trúnaðartrausti. Þegar hann lauk ávarpinu munaði minnstu að það brytust út fagnaðarlæti. Það hefði hins vegar líklega verið undarlegri stemning ef flugstjórinn hefði komið fram, klórað sér vandræðalega í hausnum, tvístigið og muldrað út úr sér að það væri reyndar eitthvað smá að vélinni en hann héldi nú samt að það væri svosem eiginlega alveg örugglega hægt að fljúga heim. Það er nefnilega oft töluverður hluti af forystuskyldum að passa upp á stemningu og vernda traust. Flugstjóri sýnir vitaskuld aldrei minnstu efasemdir um ákvarðanir sínar gagnvart fólki sem treystir á dómgreind hans. Engum væri gerður greiði með slíkri sýndarmennsku. Og forstjóri sama flugfélags—WOW air—sýndi af sér sambærilega forystuhæfileika í vandræðum félagsins í haust. Sumum fannst hann ef til vill vera helst til brattur og hneykslast var á því að hann segði ekki alltaf alla söguna. En það hefði verið lélegur forystumaður sem hefði borið innri áhyggjur sínar og efasemdir á borð fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini. Öllu skipti að halda kúrs og tiltrú eins lengi og hægt var. Allar efasemdir yrðu samstundis að fóðri fyrir óvildarmenn félagsins. Þegar réttur tími var til skorti svo ekkert upp á það hjá forstjóranum að taka ábyrgð á þeim vandræðum sem félagið hafði ratað í. Hann kenndi engum um öðrum en sjálfum sér og fór af ískaldri yfirvegun og auðmýkt yfir það hvar hann hafði tekið rangar beygjur. En á grundvelli þessarar yfirveguðu auðmýktar boðaði hann líka af fullu sjálfstrausti aðgerðir sem hann taldi að væru heilladrýgstar til þess að rétta kúrsinn. Þessi framganga forstjóra WOW var, eins og flugstjórans á Kastrup, mjög traustvekjandi og gæti verið mörgum til fyrirmyndar. Nú þegar útlit er fyrir að traustur fjárhagslegur bakhjarl sé kominn að rekstri WOW er vonandi að niðurstaðan verði áframhaldandi heilbrigð samkeppni á íslenskum flugmarkaði, þar sem enginn fer á taugum þótt stundum sé ókyrrð í lofti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir löngu var atriði í áramótaskaupi sem mér er enn minnistætt. Þetta var á þeim tíma þegar áramótaskaupið var almennt álitið vera vel við hæfi allra aldurshópa. Meira að segja börn og ungir sjálfstæðismenn gátu horft án þess að foreldrar barnanna, og börn ungu sjálfstæðismannanna, þyrftu rjóð af blygðunarsemi að reyna að útskýra atriðin eða halda fyrir augu og eyru þeirra viðkvæmustu. Atriðið var tekið upp á Reykjavíkurflugvelli þar sem ólseigur og töffaralegur flugmaður leiðbeindi óhörðnuðum og fremur klaufalegum nemanda. Lexían fólst í því að setja upp sólgleraugu með snaggaralegri hreyfingu, stinga leðurskjalatösku undir höndina, halla sér afslappað en ákveðið að borðinu í sjoppunni og panta tyggjópakka. Ungi flugmaðurinn átti í mesta basli með verkefnið. Sólgleraugun tolldu illa á nefinu, taskan rann niður meðfram síðunni þegar hann reyndi að klemma hana upp að líkamanum og svo stóð tyggjópöntunin í honum. Hann fór á taugum. Atriðið var auðvitað á kostnað staðalmyndarinnar um flugmanninn, sem finnur mikið til sín í búningnum, vekur aðdáun og lotningu þar sem hann stormar í gegnum flugstöðvarbygginguna og ávarpar svo með óskiljanlegum en jafnframt einkennilega traustvekjandi talsmáta farþega sem treysta honum fyrir lífi og limum. Svo sest flugstjórinn í sætið sitt og gerir að jafnaði ekki meira þann daginn fyrr en hann pantar drykk á hótelbarnum. Atriðið er mér hugleikið af því það kann að virðast frekar yfirborðsleg og fjarstæðukennd hugmynd að sjálfsörugg framganga sé mikilvægur hluti af formlegri starfsþjálfun flugmanns. Samt hlýtur það eiginlega að vera. Flugmenn og flugkonur þurfa nefnilega í fúlustu alvöru að vera töff. Þeir sem stjórna 100 tonna flugvélum verða að líta út fyrir að fara ekki á taugum ef eitthvað bjátar á.Fyrirmyndarflugstjóri Fyrir nokkrum mánuðum var ég á heimleið frá Kaupmannahöfn þegar tilkynnt var að eitthvað hefði komið upp og ferðin var felld niður. Flugfélagið þurfti að bíða þar til öll flug dagsins kláruðust og senda nýja vél til Kastrup. Fyrirsjáanleg töf var hálfur sólarhringur. Í kringum þessa óheppilegu uppákomu upplifði ég nokkuð sem ég man ekki áður eftir. Þegar í ljós hafði komið að verulega löng töf yrði á fluginu mætti flugstjóri vélarinnar sjálfur að inngönguhliðinu, öll áhöfnin stillti sér upp fyrir aftan hans eins og fjólublár her—og hann ávarpaði alla farþegana. Flugstjórinn fór af auðmýkt en öryggi yfir stöðuna, lýsti einlægum vonbrigðum með óþægindin, lofaði að allt yrði gert sem hægt væri til að koma til móts við farþegana og sagði jafnframt að ekkert annað kæmi til greina því öryggi farþega yrði ekki stefnt í hættu. Ræða flugstjórans var eins og atriði úr bíómynd. Vonsviknir ferðalangar hlýddu andaktugir á boðskapinn, fyrst súrir á svip en kinkuðu svo kolli uppfullir af skilningi og trúnaðartrausti. Þegar hann lauk ávarpinu munaði minnstu að það brytust út fagnaðarlæti. Það hefði hins vegar líklega verið undarlegri stemning ef flugstjórinn hefði komið fram, klórað sér vandræðalega í hausnum, tvístigið og muldrað út úr sér að það væri reyndar eitthvað smá að vélinni en hann héldi nú samt að það væri svosem eiginlega alveg örugglega hægt að fljúga heim. Það er nefnilega oft töluverður hluti af forystuskyldum að passa upp á stemningu og vernda traust. Flugstjóri sýnir vitaskuld aldrei minnstu efasemdir um ákvarðanir sínar gagnvart fólki sem treystir á dómgreind hans. Engum væri gerður greiði með slíkri sýndarmennsku. Og forstjóri sama flugfélags—WOW air—sýndi af sér sambærilega forystuhæfileika í vandræðum félagsins í haust. Sumum fannst hann ef til vill vera helst til brattur og hneykslast var á því að hann segði ekki alltaf alla söguna. En það hefði verið lélegur forystumaður sem hefði borið innri áhyggjur sínar og efasemdir á borð fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini. Öllu skipti að halda kúrs og tiltrú eins lengi og hægt var. Allar efasemdir yrðu samstundis að fóðri fyrir óvildarmenn félagsins. Þegar réttur tími var til skorti svo ekkert upp á það hjá forstjóranum að taka ábyrgð á þeim vandræðum sem félagið hafði ratað í. Hann kenndi engum um öðrum en sjálfum sér og fór af ískaldri yfirvegun og auðmýkt yfir það hvar hann hafði tekið rangar beygjur. En á grundvelli þessarar yfirveguðu auðmýktar boðaði hann líka af fullu sjálfstrausti aðgerðir sem hann taldi að væru heilladrýgstar til þess að rétta kúrsinn. Þessi framganga forstjóra WOW var, eins og flugstjórans á Kastrup, mjög traustvekjandi og gæti verið mörgum til fyrirmyndar. Nú þegar útlit er fyrir að traustur fjárhagslegur bakhjarl sé kominn að rekstri WOW er vonandi að niðurstaðan verði áframhaldandi heilbrigð samkeppni á íslenskum flugmarkaði, þar sem enginn fer á taugum þótt stundum sé ókyrrð í lofti.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar