Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Felix Tshisekedi, næsti forseti Austur-Kongó að öllu óbreyttu, á fundi með stuðningsmönnum í gær. Nordicphotos/AFP Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24