May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 22:09 Theresa May á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22