Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 12:49 Bergþór Ólason reiknar með að vera áfram formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12