Ásdís Hjálms í „spjótkasti“ með kúluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 14:30 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15
Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00
Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00