Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Fiskistofa taldi útgerðina hafa ávinning af brotunum. Fréttablaðið/Anton Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59