Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 19:00 Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg. Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg.
Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15