Nýr Panenka-kóngur í knattspyrnuheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:30 Sergio Ramos með enn eitt Panenka vítið. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira