Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:47 Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15