Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:28 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05