Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 23:30 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, og verkið umtalaða eftir Gunnlaug Blöndal. Fréttablaðið/GVA Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan. Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan.
Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28