Forherðing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar