Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 15:20 Drífa Snædal er formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki. Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki.
Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira