Sala sendi skilaboð úr flugvélinni og sagðist hræddur Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. janúar 2019 10:12 Emiliano Sala hefur verið saknað frá því á mánudagskvöldið. AP/Ben Birchall Leit að flugvélinni sem hvarf yfir Ermarsundi í fyrradag var haldið áfram í morgun. Um borð var nýráðinn knattspyrnumaður hjá Cardiff City, Emiliano Sala, en um litla vél var að ræða. Auk Sala er flugmanni vélarinnar saknað. Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. Þar sagðist hann vera logandi hræddur, enda væri eins og vélin væri að detta í sundur. Áhafnir fimm flugvéla og tveggja björgunarskipa frá Frakklandi og Bretlandi hafa leitað á eitt þúsund fermílna svæði að vélinni, en enn sem komið er hefur leitin engan árangur borið.BBC hefur eftir John Fitzgerald, yfirmanni leitarsveita Breta á Ermarsundi að lítil von sé um að finna Sala og flugmanninn á lífi. „Ég held að jafnvel hinn hraustasti aðili myndi ekki endast lengur í sjónum en í nokkrar klukkustundir. Á þessum árstíma eru aðstæðurnar þarna út frekar hræðilegar ef þú lendir í sjónum.“Nú í morgun gaf lögreglan í Guernsey, sem heldur utan um leitina, út að hún byggi á fjórum kenningum:Að flugvélinni hafi verið lent og Sala of flugmaðurinn gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.Að þeir hafi lent á Ermarsundi, skip hefði komið þeim til bjargar og þeir gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.Að þeir hafi lent á Ermarsundi og komist í björgunarbát sem var um borð í flugvélinni.Að flugvélin hafi hrapað í Ermarsundið og Sala og flugmaðurinn hafi farist. Enn sem komið er áhersla lögð á þriðju kenninguna. Að þeir hafi komist um borð í björgunarbát.1/2 9.30am We are searching based on four possibilities: 1. They have landed elsewhere but not made contact. 2. They landed on water, have been picked up by a passing ship but not made contact 3. They landed on water and made it into the life raft we know was on board — Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 20192/2 4. The aircraft broke up on contact with the water, leaving them in the sea. Our search area is prioritised on the life raft option. More updates as information becomes available — Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 2019 Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu Nantes og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því á mánudagskvöldið þegar hann kvaddi liðsfélaga sína í Nantes.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Ranieri þjálfaði Sala hjá Nantes: „Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum“ Claudio Ranieri, núverandi stjóri Fulham, segir að framherjinn Emiliano Sala, sem var á meðal farþega í flugvél sem týndist í gær, sé magnaður karakter. 23. janúar 2019 06:00 Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15 Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni. 22. janúar 2019 09:07 Flugvél Sala enn ófundin Leit að flugvél sem átti að ferja knattspyrnumanninn Emiliano Sala til velsku borgarinnar Cardiff og hvarf yfir Ermarsundi á mánudagskvöld bar engan árangur í gær og var hlé gert á sjöunda tímanum. 23. janúar 2019 06:15 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Leit að flugvélinni sem hvarf yfir Ermarsundi í fyrradag var haldið áfram í morgun. Um borð var nýráðinn knattspyrnumaður hjá Cardiff City, Emiliano Sala, en um litla vél var að ræða. Auk Sala er flugmanni vélarinnar saknað. Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf. Þar sagðist hann vera logandi hræddur, enda væri eins og vélin væri að detta í sundur. Áhafnir fimm flugvéla og tveggja björgunarskipa frá Frakklandi og Bretlandi hafa leitað á eitt þúsund fermílna svæði að vélinni, en enn sem komið er hefur leitin engan árangur borið.BBC hefur eftir John Fitzgerald, yfirmanni leitarsveita Breta á Ermarsundi að lítil von sé um að finna Sala og flugmanninn á lífi. „Ég held að jafnvel hinn hraustasti aðili myndi ekki endast lengur í sjónum en í nokkrar klukkustundir. Á þessum árstíma eru aðstæðurnar þarna út frekar hræðilegar ef þú lendir í sjónum.“Nú í morgun gaf lögreglan í Guernsey, sem heldur utan um leitina, út að hún byggi á fjórum kenningum:Að flugvélinni hafi verið lent og Sala of flugmaðurinn gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.Að þeir hafi lent á Ermarsundi, skip hefði komið þeim til bjargar og þeir gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.Að þeir hafi lent á Ermarsundi og komist í björgunarbát sem var um borð í flugvélinni.Að flugvélin hafi hrapað í Ermarsundið og Sala og flugmaðurinn hafi farist. Enn sem komið er áhersla lögð á þriðju kenninguna. Að þeir hafi komist um borð í björgunarbát.1/2 9.30am We are searching based on four possibilities: 1. They have landed elsewhere but not made contact. 2. They landed on water, have been picked up by a passing ship but not made contact 3. They landed on water and made it into the life raft we know was on board — Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 20192/2 4. The aircraft broke up on contact with the water, leaving them in the sea. Our search area is prioritised on the life raft option. More updates as information becomes available — Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 2019 Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu Nantes og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því á mánudagskvöldið þegar hann kvaddi liðsfélaga sína í Nantes.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Ranieri þjálfaði Sala hjá Nantes: „Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum“ Claudio Ranieri, núverandi stjóri Fulham, segir að framherjinn Emiliano Sala, sem var á meðal farþega í flugvél sem týndist í gær, sé magnaður karakter. 23. janúar 2019 06:00 Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15 Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni. 22. janúar 2019 09:07 Flugvél Sala enn ófundin Leit að flugvél sem átti að ferja knattspyrnumanninn Emiliano Sala til velsku borgarinnar Cardiff og hvarf yfir Ermarsundi á mánudagskvöld bar engan árangur í gær og var hlé gert á sjöunda tímanum. 23. janúar 2019 06:15 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Ranieri þjálfaði Sala hjá Nantes: „Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum“ Claudio Ranieri, núverandi stjóri Fulham, segir að framherjinn Emiliano Sala, sem var á meðal farþega í flugvél sem týndist í gær, sé magnaður karakter. 23. janúar 2019 06:00
Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. 22. janúar 2019 15:15
Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni. 22. janúar 2019 09:07
Flugvél Sala enn ófundin Leit að flugvél sem átti að ferja knattspyrnumanninn Emiliano Sala til velsku borgarinnar Cardiff og hvarf yfir Ermarsundi á mánudagskvöld bar engan árangur í gær og var hlé gert á sjöunda tímanum. 23. janúar 2019 06:15