„Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic um langa fjarveru liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:30 Luka Doncic og Dennis Smith Jr.. AP Photo/LM Otero Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira