Attenborough í Davos: Erfitt að ofmeta loftslagsvána Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 23:30 Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos í dag. Vísir/EPA Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500. Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500.
Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54