Efling hafrannsókna Kristján Þór Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegur Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar