Vopnaður myndavél og 50 mm linsu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. janúar 2019 06:45 "Mér finnst mér hafa farið fram,“ segir Páll Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er það sem ég er að fást við núna,“ segir Páll Stefánsson sem sýnir ljósmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eðli málsins samkvæmt er yfirskrift sýningarinnar …?núna. Á vegg ljósmyndasafnsins má lesa þennan texta Páls, sem er lýsandi fyrir tóninn í sýningunni: „Við breytum ekki birtunni en við getum öll flutt fjöll með mannúð og manngæsku, og það strax, já, núna.“ Ljósmyndir af flóttamönnum mynda hluta sýningarinnar. „Ég hef farið margoft til landa eins og Bangladess, Brasilíu, Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands til að mynda flóttamenn,“ segir Páll. Undanfarin fjögur ár hefur hann unnið að ljósmyndabók með myndum af flóttamönnum sem kemur væntanlega út í vor.Þessi kona er Róhingjamúslimi á sjötugsaldri og flúði hörmungar í Burma.Vont og venst ekki Spurður hvort það taki ekki á að hitta flóttamenn í ömurlegum aðstæðum þeirra segir Páll: „Þetta er vont og venst ekki. Hugmynd mín er fyrst og fremst sú að vekja athygli á þessu alheimsvandamáli, en flóttamenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Við erum öll gestir á Hótel Jörð og enginn velur sér það hlutskipti að vera flóttamaður. Ég, fæddur norður í Öxarfjarðarhreppi, skil ekki þá mannvonsku sem flóttamenn þekkja svo vel. Það er ein mynd á sýningunni sem ég tók af tíu ára strák sem var að koma frá Burma til Bangladess. Hann hafði horft á fólk brenna móður hans. Augun í honum eru eins og í gömlum manni.“ Spurður hvernig flóttamennirnir hafi tekið því að hann myndaði þá segir Páll: „Ég er mjög mállaus hvort sem ég er í Bangladess eða Brasilíu. Ég nálgast fólkið þannig að ég lyfti myndavélinni upp og spyr með augunum hvort ég megi taka mynd. Ef fólk segir nei, sem er mjög sjaldgæft, þá tek ég ekki mynd. Ég nota ekki aðdráttarlinsur, heldur er í nánd við fólkið.“„Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll en þessi mynd er af Fúlukvísl og er ein af mörgum landslagsmyndum á sýningunni.Páll telur að viðhorf Íslendinga til flóttamanna einkennist af hræðslu. „Við erum hrædd við framandi menningu og framandi fólk. Ég held að margir vilji vel en samt eru margs konar fordómar áberandi. Mér finnst við ekki hafa staðið okkur á sambærilegan hátt og Svíar og Þjóðverjar sem hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna. Fólk er fólk. Þegar teknar eru röntgenmyndir af fólki þá sést að öll erum við eins.“Er að skapa hughrif Myndir af íslensku landslagi, með margvíslegum formum, litum og birtu, mynda hinn hluta sýningarinnar. Margar þeirra ljósmynda eru nánast eins og abstrakt málverk. „Mér finnst mér hafa farið fram og mér finnst ég vera að endurnýja mig. Ég er búinn að vinna við ljósmyndun í hátt í fjörutíu ár og ætli ég sé ekki farinn að einfalda myndrammann. Nú geri ég mikið af því að mynda form í landslaginu og þá skiptir ekki máli hvar staðurinn er eða hvað hann heitir. Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll.Þessi áhrifamikla ljósmynd Páls sýnir tíu ára gamlan dreng sem flúði frá Burma en hann sá móður sína brennda til bana.Myndirnar á sýningunni eru auðvitað allar til sölu. „Við Íslendingar höfum alltaf verið nýjungagjarnir og erum fljótir að tileinka okkur hluti. Við erum framsækin og menningarleg þjóð. En það sem mér finnst stórundarlegt er að það að kaupa ljósmyndir sem listform hefur ekki náð flugi hjá söfnurum og listkaupendum. Mér finnst einkennilegt hvað það hefur verið lítill markaður fyrir alvöru ljósmyndun,“ segir Páll. Hann er strax byrjaður á næsta stóra verkefni sem hann segir tengjast umhverfismálum í stóru samhengi. Hann segist vilja hafa áhrif með myndum sínum. „Ég er að þessu til að gleðja fólk, hreyfa við því en auðvitað líka til að vekja það til umhugsunar um stórmál samtímans, eins og flóttamannavandann og umhverfismálin, vopnaður myndavél og 50 mm linsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Þetta er það sem ég er að fást við núna,“ segir Páll Stefánsson sem sýnir ljósmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eðli málsins samkvæmt er yfirskrift sýningarinnar …?núna. Á vegg ljósmyndasafnsins má lesa þennan texta Páls, sem er lýsandi fyrir tóninn í sýningunni: „Við breytum ekki birtunni en við getum öll flutt fjöll með mannúð og manngæsku, og það strax, já, núna.“ Ljósmyndir af flóttamönnum mynda hluta sýningarinnar. „Ég hef farið margoft til landa eins og Bangladess, Brasilíu, Líbanon, Jórdaníu og Tyrklands til að mynda flóttamenn,“ segir Páll. Undanfarin fjögur ár hefur hann unnið að ljósmyndabók með myndum af flóttamönnum sem kemur væntanlega út í vor.Þessi kona er Róhingjamúslimi á sjötugsaldri og flúði hörmungar í Burma.Vont og venst ekki Spurður hvort það taki ekki á að hitta flóttamenn í ömurlegum aðstæðum þeirra segir Páll: „Þetta er vont og venst ekki. Hugmynd mín er fyrst og fremst sú að vekja athygli á þessu alheimsvandamáli, en flóttamenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Við erum öll gestir á Hótel Jörð og enginn velur sér það hlutskipti að vera flóttamaður. Ég, fæddur norður í Öxarfjarðarhreppi, skil ekki þá mannvonsku sem flóttamenn þekkja svo vel. Það er ein mynd á sýningunni sem ég tók af tíu ára strák sem var að koma frá Burma til Bangladess. Hann hafði horft á fólk brenna móður hans. Augun í honum eru eins og í gömlum manni.“ Spurður hvernig flóttamennirnir hafi tekið því að hann myndaði þá segir Páll: „Ég er mjög mállaus hvort sem ég er í Bangladess eða Brasilíu. Ég nálgast fólkið þannig að ég lyfti myndavélinni upp og spyr með augunum hvort ég megi taka mynd. Ef fólk segir nei, sem er mjög sjaldgæft, þá tek ég ekki mynd. Ég nota ekki aðdráttarlinsur, heldur er í nánd við fólkið.“„Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll en þessi mynd er af Fúlukvísl og er ein af mörgum landslagsmyndum á sýningunni.Páll telur að viðhorf Íslendinga til flóttamanna einkennist af hræðslu. „Við erum hrædd við framandi menningu og framandi fólk. Ég held að margir vilji vel en samt eru margs konar fordómar áberandi. Mér finnst við ekki hafa staðið okkur á sambærilegan hátt og Svíar og Þjóðverjar sem hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna. Fólk er fólk. Þegar teknar eru röntgenmyndir af fólki þá sést að öll erum við eins.“Er að skapa hughrif Myndir af íslensku landslagi, með margvíslegum formum, litum og birtu, mynda hinn hluta sýningarinnar. Margar þeirra ljósmynda eru nánast eins og abstrakt málverk. „Mér finnst mér hafa farið fram og mér finnst ég vera að endurnýja mig. Ég er búinn að vinna við ljósmyndun í hátt í fjörutíu ár og ætli ég sé ekki farinn að einfalda myndrammann. Nú geri ég mikið af því að mynda form í landslaginu og þá skiptir ekki máli hvar staðurinn er eða hvað hann heitir. Ég er að skapa hughrif sem litur og birta bjóða upp á,“ segir Páll.Þessi áhrifamikla ljósmynd Páls sýnir tíu ára gamlan dreng sem flúði frá Burma en hann sá móður sína brennda til bana.Myndirnar á sýningunni eru auðvitað allar til sölu. „Við Íslendingar höfum alltaf verið nýjungagjarnir og erum fljótir að tileinka okkur hluti. Við erum framsækin og menningarleg þjóð. En það sem mér finnst stórundarlegt er að það að kaupa ljósmyndir sem listform hefur ekki náð flugi hjá söfnurum og listkaupendum. Mér finnst einkennilegt hvað það hefur verið lítill markaður fyrir alvöru ljósmyndun,“ segir Páll. Hann er strax byrjaður á næsta stóra verkefni sem hann segir tengjast umhverfismálum í stóru samhengi. Hann segist vilja hafa áhrif með myndum sínum. „Ég er að þessu til að gleðja fólk, hreyfa við því en auðvitað líka til að vekja það til umhugsunar um stórmál samtímans, eins og flóttamannavandann og umhverfismálin, vopnaður myndavél og 50 mm linsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira