Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:09 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54