Segir systur sína pyntaða í „hryllingshöll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:06 Loujain Alhathloul hefur verið í fangelsi í Sádi-Arabíu síðan í maí í fyrra. Mynd/Facebook Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Sádi-Arabía Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Sádi-Arabía Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira