Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“ Fangelsismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“
Fangelsismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira