Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:30 Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira