Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 12:30 Birgir Þórarinsson, Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Vísir/samsett Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill ekki að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gangi að óbreyttu að trúnaðarstörfum sínum í flokknum. Sigurður Páll Jónsson þingmaður flokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenninganna á þing. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir heimildum blaðsins að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson þingmenn Miðflokksins séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á þing. Þeir Birgir og Sigurður Páll séu ekki síður landlausir á þingi en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason sem reknir voru úr Flokki fólksins og eru nú utan flokka á Alþingi. Heimildarmenn Fréttablaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum telji þá Birgi og Sigurð Pál á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Í yfirlýsingu sem Birgir sendi fréttastofu segir að ýmsir fjölmiðlar velti því fyrir sér hvort hann hyggist segja sig úr lögum við þingflokk Miðflokksins og sé jafnvel á leið yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst ekki rétt að þeir félagar mínir í þingflokknum sem stigu tímabundið til hliðar og sneru síðan til þingstarfa sinna á nýjan leik gangi að óbreyttu fyrirkomulagi á trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Ég hef komið þeirri skoðun minni á framfæri við formann Miðflokksins að ég telji rétt að boða til flokksráðsfundar eins fljótt og auðið er til þess að fara yfir stöðuna og stokka m.a. upp spilin í verkaskiptingu þingmanna eftir því sem þurfa þykir,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir segist hins vegar ekki á leiðinni úr þingflokknum og þar af leiðandi heldur ekki á leið yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég geri hins vegar kröfu um ákveðna uppstokkun og hef til þess breiðan stuðning í pólitísku baklandi mínu og einnig hjá félögum mínum í Miðflokknum víðs vegar um landið,” segir Birgir.Sigurður Páll ekki á förum Sigurður Páll segir hins vegar ekkert til í fréttum Fréttablaðsins hvað hann varðar. „Þetta kemur mér algerlega á óvart. Það er ekki nokkur fótur fyrir þessu frá mínum bæjardyrum. Það er alveg á hreinu,” segir Sigurður Páll.Þannig að þú gerir engar athugasemdir við að Gunnar Bragi og Bergþór komi til baka til baka til þingstarfa? „Nei, ég geri það ekki.” Gunnar Bragi og Bergþór hafi verið í ótímabundnu leyfi og hægt að búast við þeim til baka hvenær sem væri. Mál þeirra hafi ekki verið rædd sérstaklega í þingflokknum og hann yrði ekki var við annað en almenn sátt væri þar um endurkomu þeirra. Í fréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Ólafur Ísleifsson að hann og Karl Gauti hlytu að meta með hvaða hætti störf þeirra á Alþingi gætu orðið hvað áhrifaríkust. Þá kæmi allt eins til greina að þeir tveir gengju til liðs við Miðflokkinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,” sagði Ólafur á föstudag. Sigurður Páll segir mögulega komu hans og Karls Gauta í Miðflokkinn ekki hafa verið rædda sérstaklega í þingflokknum. „Nei það hefur ekki verið rætt svoleiðis. Þetta hefur bara verið kunningsskapur þarna og einhver hittingur yfir kaffibollum eða jafnvel bjórkönnum. En ég hef ekki heyrt neitt meira um það nema svona bara í hálfkæringi,” segir Sigurður Páll. Þeir væru hins vegar velkomnir í Miðflokkinn í hans huga. „Já, þetta eru flottir karlar og við erum sammála á mörgum sviðum. Þannig að ég get ekki séð neinn meinbug á því. Eru þeir ekki landlausir núna líka,” segir Sigurður Páll Jónsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill ekki að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gangi að óbreyttu að trúnaðarstörfum sínum í flokknum. Sigurður Páll Jónsson þingmaður flokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenninganna á þing. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir heimildum blaðsins að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson þingmenn Miðflokksins séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á þing. Þeir Birgir og Sigurður Páll séu ekki síður landlausir á þingi en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason sem reknir voru úr Flokki fólksins og eru nú utan flokka á Alþingi. Heimildarmenn Fréttablaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum telji þá Birgi og Sigurð Pál á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Í yfirlýsingu sem Birgir sendi fréttastofu segir að ýmsir fjölmiðlar velti því fyrir sér hvort hann hyggist segja sig úr lögum við þingflokk Miðflokksins og sé jafnvel á leið yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst ekki rétt að þeir félagar mínir í þingflokknum sem stigu tímabundið til hliðar og sneru síðan til þingstarfa sinna á nýjan leik gangi að óbreyttu fyrirkomulagi á trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Ég hef komið þeirri skoðun minni á framfæri við formann Miðflokksins að ég telji rétt að boða til flokksráðsfundar eins fljótt og auðið er til þess að fara yfir stöðuna og stokka m.a. upp spilin í verkaskiptingu þingmanna eftir því sem þurfa þykir,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir segist hins vegar ekki á leiðinni úr þingflokknum og þar af leiðandi heldur ekki á leið yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég geri hins vegar kröfu um ákveðna uppstokkun og hef til þess breiðan stuðning í pólitísku baklandi mínu og einnig hjá félögum mínum í Miðflokknum víðs vegar um landið,” segir Birgir.Sigurður Páll ekki á förum Sigurður Páll segir hins vegar ekkert til í fréttum Fréttablaðsins hvað hann varðar. „Þetta kemur mér algerlega á óvart. Það er ekki nokkur fótur fyrir þessu frá mínum bæjardyrum. Það er alveg á hreinu,” segir Sigurður Páll.Þannig að þú gerir engar athugasemdir við að Gunnar Bragi og Bergþór komi til baka til baka til þingstarfa? „Nei, ég geri það ekki.” Gunnar Bragi og Bergþór hafi verið í ótímabundnu leyfi og hægt að búast við þeim til baka hvenær sem væri. Mál þeirra hafi ekki verið rædd sérstaklega í þingflokknum og hann yrði ekki var við annað en almenn sátt væri þar um endurkomu þeirra. Í fréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Ólafur Ísleifsson að hann og Karl Gauti hlytu að meta með hvaða hætti störf þeirra á Alþingi gætu orðið hvað áhrifaríkust. Þá kæmi allt eins til greina að þeir tveir gengju til liðs við Miðflokkinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,” sagði Ólafur á föstudag. Sigurður Páll segir mögulega komu hans og Karls Gauta í Miðflokkinn ekki hafa verið rædda sérstaklega í þingflokknum. „Nei það hefur ekki verið rætt svoleiðis. Þetta hefur bara verið kunningsskapur þarna og einhver hittingur yfir kaffibollum eða jafnvel bjórkönnum. En ég hef ekki heyrt neitt meira um það nema svona bara í hálfkæringi,” segir Sigurður Páll. Þeir væru hins vegar velkomnir í Miðflokkinn í hans huga. „Já, þetta eru flottir karlar og við erum sammála á mörgum sviðum. Þannig að ég get ekki séð neinn meinbug á því. Eru þeir ekki landlausir núna líka,” segir Sigurður Páll Jónsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira