Þrenna að meðaltali þriðja NBA-tímabilið í röð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 16:30 Russell Westbrook. Getty/Michael Reaves Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira