Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 22:26 Brynjar var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel „Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira