Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 19:45 Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15