„Fólk má lýsa yfir stuðningi við hvern sem er en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 19:00 Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, verður einn þeirra sem sitja þingið á morgun. vísir/stefán Formannskosningar KSÍ fara fram á morgun en um formannsstólinn berjast núverandi formaður, Guðni Bergsson, og fyrrum formaður og heiðursformaður, Geir Þorsteinsson. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur setið ófá þingin og hann mun vera á þinginu á morgun er þeir Guðni og Geir berjast um að verða formaður stærsta íþróttasambands Íslands. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns til þess að ræða kjörið. „Ég veit að ég mæli fyrir munn margra forráðamanna í aðildarfélögum KSÍ þegar ég segi að í aðdraganda formannskjörsins á ársþingi sambandsins á morgun, og umfjöllunar fjölmiðla um kosningabaráttuna undanfarna daga, hafi hin svokölluðu stóru mál fallið í skuggann fyrir því sem skiptir minna máli fyrir félögin sjálf,“ sagði Jón Rúnar í samtali við mbl.is. Jón Rúnar nefndi þar á meðal sér til stuðnings viðtal Stöðvar 2 við Aleksander Ceferin, formann UEFA, sem birtist á Vísi á dögunum en þar ræddi Ceferin um dásemd sína á Guðna Bergssyni. Einnig nefnir Jón Rúnar að nokkrir einstaklingar hafi stigið fram og haft áhrif á umræðuna en þessir sömu einstaklingar hafi lítið sem ekkert að gera með rekstur félaganna. „Þar má nefna landsliðsfólk, fyrrverandi dómara og menn sem hafa verið í stuði allt sitt líf! Að sjálfsögðu má fólk lýsa yfir stuðningi við hvern sem það vill en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið um leið, og eins langt frá íþróttamannslegri framkomu og mögulegt er.“ „Í raun má segja að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Það verða að vera málefnalegu rökin sem ráða för,“ bætti Jón Rúnar við og segir að orðin geri lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen: „Mér finnst til dæmis yfirlýsingar landsliðskvennanna ekki gera neitt annað en að gera lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen, fráfarandi varaformanns KSÍ, sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessar frábæru knattspyrnukonur, með fullri virðingu fyrir öðrum innan stjórnar sambandsins.“ KSÍ Tengdar fréttir Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Formannskosningar KSÍ fara fram á morgun en um formannsstólinn berjast núverandi formaður, Guðni Bergsson, og fyrrum formaður og heiðursformaður, Geir Þorsteinsson. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur setið ófá þingin og hann mun vera á þinginu á morgun er þeir Guðni og Geir berjast um að verða formaður stærsta íþróttasambands Íslands. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns til þess að ræða kjörið. „Ég veit að ég mæli fyrir munn margra forráðamanna í aðildarfélögum KSÍ þegar ég segi að í aðdraganda formannskjörsins á ársþingi sambandsins á morgun, og umfjöllunar fjölmiðla um kosningabaráttuna undanfarna daga, hafi hin svokölluðu stóru mál fallið í skuggann fyrir því sem skiptir minna máli fyrir félögin sjálf,“ sagði Jón Rúnar í samtali við mbl.is. Jón Rúnar nefndi þar á meðal sér til stuðnings viðtal Stöðvar 2 við Aleksander Ceferin, formann UEFA, sem birtist á Vísi á dögunum en þar ræddi Ceferin um dásemd sína á Guðna Bergssyni. Einnig nefnir Jón Rúnar að nokkrir einstaklingar hafi stigið fram og haft áhrif á umræðuna en þessir sömu einstaklingar hafi lítið sem ekkert að gera með rekstur félaganna. „Þar má nefna landsliðsfólk, fyrrverandi dómara og menn sem hafa verið í stuði allt sitt líf! Að sjálfsögðu má fólk lýsa yfir stuðningi við hvern sem það vill en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið um leið, og eins langt frá íþróttamannslegri framkomu og mögulegt er.“ „Í raun má segja að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Það verða að vera málefnalegu rökin sem ráða för,“ bætti Jón Rúnar við og segir að orðin geri lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen: „Mér finnst til dæmis yfirlýsingar landsliðskvennanna ekki gera neitt annað en að gera lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen, fráfarandi varaformanns KSÍ, sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessar frábæru knattspyrnukonur, með fullri virðingu fyrir öðrum innan stjórnar sambandsins.“
KSÍ Tengdar fréttir Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01
Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30