Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:56 Maria Butina hefur játað að hafa reynt að lauma sér inn í samtök bandarískra hægrimanna. Vísir/AP Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21