Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Nick Foles. Getty/Jonathan Bachman Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019 NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019
NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira