Datt illa og vitnaði í Lethal Weapon: „Ég er orðin of gömul fyrir þennan skít“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Lindsey Vonn kveður á sunnudaginn. vísir/getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn. Skíðaíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira