Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 14:48 Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. Það vakti mikla athygli árið 2000 þegar Sigurjón Sighvatsson athafnamaður keypti jörðina. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðar- og athafnamaður hefur selt hinum þýska Sven Jacobi jörðina Hellisfjörð í samnefndum firði. Austurfrétt greindi frá þessu í gær. Jacobi mun vera frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu, framkvæmdastjóri og stofnandi Neo Advertising sem er með bækistöðvar í Hamborg. Nokkra athygli vakti þegar Sigurjón festi kaup á jörðinni árið 2000 en hann stóð þá í umfangsmiklum fjárfestingum á Íslandi. Sigurjón á ættir að rekja austur og sagðist þá vilja tengjast upprunanum nánar. Vísi tókst ekki að ná tali af Sigurjóni vegna þessara tíðinda. Jarðarkaup eru umdeild á Íslandi, einkum jarðarkaup erlendra ríkisborgara. Og hafa þau verið mjög til umfjöllunar að undanförnu.Sigurjón Sighvatsson stóð í umfangsmiklum fjárfestingum á Íslandi um aldamótin og það vakti athygli þegar hann keypti jörð á Austfjörðum. Þetta er úr DV 1999.Að sögn Austurfréttar fundaði Jacobi með bæjarráði Fjarðarbyggðar í morgun ásamt lögmanni sínum og var þá farið yfir áætlanir hans með fjörðinn, að því er fram kemur í fundargerð. Býlið Hellisfjörður, sem er eyðibýli, stóð í botni fjarðarins sem er sunnan Norðfjarðar. Austurfrétt segir að jörðin sé um 1900 hektarar og á henni stendur sumarhús, byggt 1970. „Hægt hefur verið að veiða silung og fugla, einkum í ósi Hellisfjarðarár. Jacobi á jörðina í gegnum Vatnsstein ehf., en samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá er tilgangur félagsins eldi og ræktun í ferskvatni.“ Engin búseta hefur verið í firðinum frá árinu 1952. Ekki er hægt að aka til Hellisfjarðar og þurfa þeir sem þangað vilja að fara annað hvort að sigla þangað eða fara fótgangandi frá Norðfirði. Vísir reyndi að ná tali af bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar vegna málsins en án árangurs. Fjarðabyggð Viðskipti Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Óæskilegir jarðeigendur Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. 28. nóvember 2018 07:00 Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps seldi jörð sína til breska auðkýfingsins James Ratcliffe. 23. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðar- og athafnamaður hefur selt hinum þýska Sven Jacobi jörðina Hellisfjörð í samnefndum firði. Austurfrétt greindi frá þessu í gær. Jacobi mun vera frumkvöðull í markaðsmálum í heimalandi sínu, framkvæmdastjóri og stofnandi Neo Advertising sem er með bækistöðvar í Hamborg. Nokkra athygli vakti þegar Sigurjón festi kaup á jörðinni árið 2000 en hann stóð þá í umfangsmiklum fjárfestingum á Íslandi. Sigurjón á ættir að rekja austur og sagðist þá vilja tengjast upprunanum nánar. Vísi tókst ekki að ná tali af Sigurjóni vegna þessara tíðinda. Jarðarkaup eru umdeild á Íslandi, einkum jarðarkaup erlendra ríkisborgara. Og hafa þau verið mjög til umfjöllunar að undanförnu.Sigurjón Sighvatsson stóð í umfangsmiklum fjárfestingum á Íslandi um aldamótin og það vakti athygli þegar hann keypti jörð á Austfjörðum. Þetta er úr DV 1999.Að sögn Austurfréttar fundaði Jacobi með bæjarráði Fjarðarbyggðar í morgun ásamt lögmanni sínum og var þá farið yfir áætlanir hans með fjörðinn, að því er fram kemur í fundargerð. Býlið Hellisfjörður, sem er eyðibýli, stóð í botni fjarðarins sem er sunnan Norðfjarðar. Austurfrétt segir að jörðin sé um 1900 hektarar og á henni stendur sumarhús, byggt 1970. „Hægt hefur verið að veiða silung og fugla, einkum í ósi Hellisfjarðarár. Jacobi á jörðina í gegnum Vatnsstein ehf., en samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá er tilgangur félagsins eldi og ræktun í ferskvatni.“ Engin búseta hefur verið í firðinum frá árinu 1952. Ekki er hægt að aka til Hellisfjarðar og þurfa þeir sem þangað vilja að fara annað hvort að sigla þangað eða fara fótgangandi frá Norðfirði. Vísir reyndi að ná tali af bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar vegna málsins en án árangurs.
Fjarðabyggð Viðskipti Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Óæskilegir jarðeigendur Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. 28. nóvember 2018 07:00 Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps seldi jörð sína til breska auðkýfingsins James Ratcliffe. 23. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Óæskilegir jarðeigendur Jarðakaup útlendinga, ekki síst erlendra auðrisa, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæskilega jarðeigendur. 28. nóvember 2018 07:00
Íbúar vilja að Ratcliffe byggi sundlaug Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps seldi jörð sína til breska auðkýfingsins James Ratcliffe. 23. nóvember 2018 08:30