Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 22:00 Mynd birt með leyfi Karls Skírnissonar í tengslum við umfjöllunina. Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“ Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“
Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira