Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:25 Jón Baldvin Hannibalsson sést hér mæta í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í Silfrinu í gær. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson. Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson.
Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00