Að mæta sjálfum sér: Viðhorf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:29 Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar