Ekki útlit fyrir að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar notkunar á heitu vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 14:45 Upplýsingafulltrúi Veitna brýnir fyrir fólki að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir. Vísir/Getty Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna. Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna.
Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47
Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18