Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:30 Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30